Úlfarnir og sauðirnir

Punktar

Ein dæmisaga Esóps snýst óbeint um hagsmuni heimilanna, sagan um úlfana og sauðina: “Af hverju er allur þessi ótti og allt þetta dráp okkar í milli?” sögðu úlfarnir við sauðina. “Þessir vondu hundar bera ábyrgðina. Þeir gelta ætíð, þegar við komum, og ráðast á okkur, áður en við gerum neitt af okkur. Ef þið segðuð þeim upp, mundu fljótt komast á samningar okkar í milli um sátt og frið.” Af því að sauðir eru sauðir, létu þeir sannfærast og sögðu upp hundunum. Síðan réðust úlfarnir á sauðina og átu þá. Og úti er ævintýri.