Um viðræður og um aðild

Punktar

Engar áhyggjur af Evrópuaðild. Á tíma Sigmundar hefur fylgi við aðild vaxið úr 32% í 42% og andstaða við aðild hrunið úr 68% í 58%. Með sama framhaldi missir ríkisstjórnin meirihluta gegn aðild að Evrópusambandinu fyrir árslok. Sigmundur þarf þá að finna annað trikk gegn kosningu. Nú segir hann umræðuna snúast um andstöðu eða viðræður, ekki um aðild. Því óvinsælli sem forsætis verður, því vinsælli verður Evrópa. Brátt neyðist Sjálfstæðis til að svíkja loforð um þjóðaratkvæði um viðræður. Þá er of seint fyrir forsætis að hafa kosningu um aðild. Hún yrði samþykkt, því verður engin atkvæðagreiðsla, því miður.