Umbi bloggar stíft

Fjölmiðlun

Man ekki eftir öðrum embættismanni en umboðsmanni neytenda, sem bloggar reglulega. Gísli Tryggvason notar veffangið neytendatalsmaður.blog.is. Þar kennir margra grasa, sem varða neytendur. Raunar er ólíkt hefðinni, að embættismaður beri skoðanir sínar á torg. Flestir þeirra vilja fela sig bak við þykka múra, þungar hurðir og massíf skrifborð. Fæstir vilja gefa á sér færi eða höggstað. Bloggið er tvíeggjað tæki. Það gerir höfundi kleift að breyta umheiminum. Og það gefur öðrum tækifæri til að draga dár að höfundi. Mér finnst styrkleikamerki, að embættismaður gefi sér tíma til að blogga.