Eitt atriði umfram önnur reynist auka traust notenda á fjölmiðlum. Það er umbinn, sem kominn er til sögunnar í bandarískum fjölmiðlum og raunar víðar. Umbi notenda flytur gegnsæi inn í heim fjölmiðlunar. Því eru margir fjölmiðlungar hræddir. Menn tregðast við að birta leiðréttingar og að birta þær allar á sama stað, á blaðsíðu tvö. Menn vilja ekkert samtal um gæði fjölmiðilsins. Vegna eigin smákónga tregðaðist New York Times lengi við, þótt Washington Post og Guardian hefðu greinilega grætt á umbanum. Nú er New York Times líka komið með umba. En enginn íslenzkur fjölmiðill enn.