Umboðsmaður neytenda er kominn í fínt stuð, hættur að vera Framsókn. Fyrst setti hann hornin í “fittið”. Það er sjálftekt bankanna á löggjafar- og dómsvaldi og stuldur þeirra á fé almennings og ríkisvaldsins. Strax á eftir kom næsta skot. Hann kvartaði um seðilgjöld, sem ýmis einokunarfyrirtæki leggja á reikninga. Að frumkvæði hans eru þessi gjöld núna til skoðunar í viðskiptaráðuneytinu. Kannski setur hann hornin víðar í einokunina, sem einkennir íslenzkan okurbúskap. Kominn er til sögunnar í kerfinu aðili, sem neitar að fallast á ýmsar tegundir af okri íslenzkrar einokunar.