Landsbankinn er ríkisbanki og lét undir höfuð leggjast að taka kvótann af Þyrlu-Manga, þegar hann fór á hausinn. Bankinn afskrifaði 50 milljarða hjá Magnúsi Kristinssyni í Vestmannaeyjum. Ein af þremur stærstu afskriftum hrunsins. Þyrlu-Mangi var þá orðinn landsfrægur af bílífi, lét flytja sig í snatti í þyrlu. Þannig varð hann tákngervingur hrunverja. Almenningur borgar tjónið, því að bankinn er rekinn á framlögum úr ríkissjóði. Þegar svona greifar fara á hausinn, er lágmarkskrafa, að bankinn kalli inn veiðikvótann. Mál Magnúsar felur því í sér umboðssvik slitastjórnar og nýrra bankastjóra.