Davíð Oddsson er sekur um umboðssvik. Sjálfur upplýsti hann fyrir Landsdómi, að hann hafi fyrir löngu verið búinn að átta sig á, að Kaupþing mundi falla. Samt hreinsaði hann út allan gjaldeyri Seðlabankans einum degi fyrir hrun og afhenti óreiðumönnum Kaupþings. Fór ekki eftir verklagsreglum Seðlabankans um slík mál, enda týndist allt féð, 84 milljarðar króna í gjaldeyri. Þarna var Davíð vitandi vits að brenna verðmætum þjóðarinnar í einu vetfangi. Ef þetta eru ekki umboðssvik, þá eru umboðssvik ekki til. Ef eitthvert réttlæti væri til, ætti Davíð ekki að vera núna í Hádegismóum, heldur á Litla-Hrauni.