Umburðarlyndi okkar

Punktar

Á ýmsum sviðum umburðarlyndis skara Íslendingar fram úr flestum. Sátt er um homma og lessur og aðra sérstöðu, sem sætir fordómum meðal ýmissa þjóða. Hér hefur ekki myndast öflug pólitík um fordóma að hætti flestra Evrópuþjóða. Í sumum löndum, Póllandi og Ungverjalandi, eru fordómaflokkar við völd. Í fjölda annarra landa eru fordómaflokkar í ríkisstjórn eða áhrifamiklir að öðru leyti. Prósentur slíkra flokka eru víða komnar yfir 20%, jafnvel í 30%. Hér græddi Framsókn bara 15% á að innbyrða múslimahatur. Óvíst er, að þar sé stemmning fyrir hertum veiðum í þeim fúla pytti. Fögnum því fáa, sem við gerum vel.