Tekizt er á um Ramush Haradinaj. Stríðsglæpadómstóll Júgóslavíu reynir að dæma hann fyrir stríðsglæpi, morð og nauðganir. Nató og Sameinuðu þjóðirnar reyna að hindra þetta. Samtökin hafa nefnilega ákveðið, að Haradinaj sé hinn eini, sem geti stjórnað Kosovo, þegar það verður sjálfstætt. Hvað eftir annað hafa samtökin reynt að bregða fæti fyrir dómstólinn. Ekki bætir úr skák, að vitni stríðsglæpadómstólsins eru drepin á dularfullan hátt. Það segir allt, sem segja þarf um ástmög Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins. Og um siðferði samtakanna.