Umdeildur höfundaréttur

Punktar

Þótt píratar hafi lengi verið í pólitík hafa þeir ekki getað endurskilgreint höfundarétt frambærilega. Byggja þarf upp heildstæða lausn flókins vandamáls. Höfundaréttur og einkaleyfi eru margs konar og hafa þanist út í öfgar með árunum. Réttinum þarf að setja auknar skorður. Til dæmis þarf að stytta tíma og hindra kaup og sölu á rétti. Höfundar hafa misst réttinn í hendur stórra fyrirtækja líkt og í lyfjabransanum. Endurskilgreinið eignar- og nýtingarrétt, þannig að afgjald sé hóflegt og til skamms tíma, nokkurra ára, ekki áratuga. Píratar yrðu áhugaverðari, ef þeir legðu vinnu í slíka endurskilgreiningu.