Umdeilt eftirlitsflug

Punktar

Jón Gunnarsson og líklega fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áttað sig á, að eftirlitsflug treystir ekki öryggi okkar. Að við eigum fremur að efla almannavarnir með stuðningi við björgunarsveitir og flutningi verkefna til þeirra. Við eigum að vera á verði gagnvart hryðjuverkafólki. Ekki gagnvart Falung Gong eða grænfriðungum. En einnig er rangt að taka þátt í stríðsleikjum á vegum Nató. Stofnunin missti sjónar á upprunalegu hlutverki og stundar í staðinn manndráp í Afganistan. Við eigum ekki að leggja fé í kostnað bandalagsins, meðan það stundar hryðjuverk í þriðja heiminum.