Umferð í stokka

Punktar

Íslenzkir aðalverktakar hafa boðizt til að leggja Miklubraut í stokk gegn því að fá byggingarlóðir á landinu, sem verður til ráðstöfunar ofan á stokkunum. Þetta er frábær hugmynd, sem sýnir, að umferðarstokkar undir yfirborði jarðar eru alls ekki dýrir, heldur spara beinlínis peninga. Auk þess gefa þeir kost á mislægum gatnamótum, sem þurfa að vera á allri Miklubraut austan frá Grensásvegi vestur að nýju Hringbrautinni, sem sveigir fagurlega suður fyrir væntanlega stækkun Landsspítalans. Þótt sú braut sé ágætt mannvirki, hefði verið betra að setja hana í stokk vegna landnýtingar.