Hversu góðar, sem eru nýjar hugmyndir að skipulagi svæðisins við gömlu Reykjavíkurhöfn, eru þær háðar umferðarskipulagi borgarinnar. Samkvæmt reynslunni er það undantekningarlaust afleitt, hvort sem um er að kenna faglegri vangetu eða brenglaðri hugmyndafræði andúðar yfirvalda á einkabílisma. … Allt fram til ársins 2003 var því haldið fram af yfirvöldum skipulagsins, að ekki væri víst, að mót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þyrftu að vera mislæg. Hafa má þá skoðun eina út af fyrir sig til marks um, að eitthvað meira en lítið er athugavert við mat borgarinnar á umferðarþörf. …