Umhverfis laufskálann

Hestar

Laufskálaheiði er fagurt nafn á norðurenda Búrfellsheiðar í Þistilfirði. Þessar heiðar upp af firðinum eru með stærstu heiðum landsins, umlykja stakt Búrfell í miðjunni. Gróðursæld þeirra stingur í stúf við eyðimörk Hólssands vestan fjallgarðsins. Enda eru þær lágar langt inn í land. Þar tifa lækir og tístir maríuerla í mýrum og móum. Þar er stelkur og spói. Við gistum í Laufskála, sem sagður var nýr, en er gamall skáli úr Gæsavötnum. Við riðum upp með Svalbarðsá og skoðuðum marga fagra fossa á leiðinni. Skrítið er að hafa ekki heyrt um, að Landsvirkjun hafi ágirnd á þessum fossum.