Umhverfismál verða fremsta mál þessarar aldar. Áhrif mannkynsins á umhverfið verða öllum ljós um allan heim. Nema framsóknarmönnum á Íslandi. Þeir lifa enn á nítjándu öld. Dæmigerður framsóknarmaður er Sigurður Ingi Jóhannsson, sem vill rýra umhverfisráðuneytið og helzt losna við það. Enda óttast slíkir helzt, að varkárni hefti möguleika bændasona á að rótast um á skurðgröfum og jarðýtum. Hatrið á umhverfinu er líka rótgróið í öðru afturhaldi, sem óttast tekjutap gráðugra, í Sjálfstæðisflokknum. Næstu fjögur ár munu Íslendingar því dragast enn frekar aftur úr varkárari umheimi í meðferð umhverfismála.