Umhverfisbylting Obama

Punktar

Mesta stefnubreytingin í Bandaríkjunum við forsetaskiptin er í umhverfinu. Barack Obama hefur skipað þekktan vísindamann sem umhverfisráðherra. John Holden prófessor byltir vafalaust stefnu Bush-stjórnarinnar. Hefur skýra og eindregna umhverfisstefnu. Telur að mannkyni stafi hætta af breytingum á umhverfinu. Þá hefur Obama skipað Carol M. Browner sem stjórnanda átaks í vörnum gegn lofslagsbreytingum. Hún er þekktur umhverfissinni. Telur brýnt að ráðast strax gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með mannaskiptum þessum taka Bandaríkin forustu í umhverfismálum í stað þess að reka lestina.