Á hálfri öld hefur Framsókn ummyndazt tvisvar. Þegar ég man fyrst eftir mér, var hún íhaldssamur sveitaflokkur hefðanna, rótfastur í krepputíma Eysteins Jónassonar. Valtað var yfir þessa Framsókn á viðreisnartímanum. Hún gekk í endurnýjun lífdaga sem braskflokkur bændasona sem verktaka í blöðruhagkerfi frjálshyggjunnar. Náði toppi sem slíkur á valdaskeiði Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar. Hrunið jarðaði þessa Framsókn. Upp reis hún í annað sinn sem lýðskrumsflokkur að hætti Sigmundar Davíðs og Vigdísar Hauksdóttur. Þau fiska í gruggugu vatni þjóðrembunnar, hvar sem það finnst hverju sinni.