Umpólaðar skoðanir mínar

Hestar

Hesta hef ég haldið í áratugi. Skrifaði snemma bækur um hesta, varð ritstjóri Eiðfaxa 2003-2005. Í báðum tilvikum starfaði ég innan kerfis, þar sem allir voru sammála. Smám saman breyttust skoðanir mínar á hrossarækt, snerust loks við. Sem ritstjóri skrifaði ég ýmsa gagnrýni á stefnuna, en ekki skipulega. Nú er ég að verða sjötugur bloggari. Sem slíkur hef ég öðlazt frelsi, er ég hafði ekki sem hluti af kerfum. Nú get ég sagt það, sem mér þóknast, án þess að hafa áhyggjur af viðbrögðum. Of seint er orðið fyrir mig að rækta eða kaupa hesta eftir nýjum kenningum mínum. Get samt sagt, að ræktunin sé rugl.