Lopinn var spunninn í málþófinu á Alþingi í nótt. Til umræðu var breyting á lögum um stjórnarráðið. Margir voru búnir að endurtaka möntrur sínar ótal sinnum og fóru að tala um allt annað. Ásmundur Einar Daðason og Árni Johnsen ræddu sauðnautarækt. Ásmundur ræddi þar á ofan um lögreglumál í Dalabyggð og Árni sagði sögur af hlýðni hunda. Ásbjörn Óttarsson ræddi öryggi sjómanna. Vigdís Hauksdóttir fjallaði um íslenzkt orðfæri, enda nýbúin af stinga ekki “höfðinu í steininn”. Líklega metur stjórnarandstaðan stöðuna svo, að málþóf af þessu tagi á Alþingi skaði ekki álit hennar. Kjósendur bera ábyrgð á því.