Umræðan er stjórnlaus

Punktar

Nokkur mál hafa ekki náð nægri umfjöllun og teljast tæplega kosningamál. Þar er fremst Stjórnarskráin, sem bara Píratar fjalla um. Næst kemur uppboð veiðileyfa, auðlindarentan, sem jafnvel Píratar eru hættir að fjalla um. Selja væntanlega ekki nógu vel. Önnur mál hafa fengið töluverða umfjöllun. Sjálfstæðisflokknum hefur aldrei þessu vant mistekizt að stýra umræðunni. Forusta Viðskiptablaðsins hefur gefizt illa. Fölsuðu gröfin um stöðu Íslands í umheiminum hafa jafnóðum verið sprengd upp. Misskipting ríkra og fátækra hefur raunar aukizt um langan tíma. En við bíðum enn eftir stóru bombunni, sem ruglar allar fyrri kannanir.