Umræðan komin í fræðirit

Punktar

Gott er, að umræðan um marktækni eða markleysi rannsókna deCode Genetics á Íslandi skuli vera að færast úr daglegum fjölmiðlum, þar sem hún á ekki heima, yfir í fræðirit, þar sem hún á heima. Tímaritið Nature hefur birt nokkrar greinar um kenningar Einars Árnasonar prófessors um, að Íslendingar séu tiltölulega sundurleitir að upplagi, en ekki einsleitir, eins og haldið er fram hjá deCode. Þótt enn sýnist sitt hverjum, eru greinar í þessu hefðbundna umhverfi ólíkt meira traustvekjandi heldur en sú aðferð talsmanna deCode að flytja hástemmdar yfirlýsingar á blaðamannafundum um stórkostlegar uppfinningar fyrirtækisins. Í fræðiritum fara fullyrðingar gegnum síu, en á blaðamannafundum leika þær lausum hala og gera raunar enn hjá deCode, samanber Moggann í gær.