Sjálfstæðisflokkurinn er út og suður um alla Evrópu þessa dagana. Sterk öfl í flokknum eru leynt og ljóst farin að styðja undirbúning aðildar. Samtök auglýsa aðild á heilsíðu í dagblöðum. Þekktir hagfræðingar innan flokksins mæla með undirbúningi aðildar. Þeir hafa gert uppreisn gegn hólmsteinsku landsföðurins í Stjórnarráðinu og guðföðurins í Svörtuloftum. Meira að segja Björn Bjarnason hefur gefið kost á umræðu. Vill ræða evruna, sem áður mátti alls ekki ræða sérstaklega. Sennilega er hann að þyrla upp ryki til að flækja málið. Allt þetta umrót grefur undan tiltrú manna á Geir Haarde.