Undarleg afstaða nokkurra ríkja

Punktar

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna greiddi í gær atkvæði um Goldstein-skýrsluna. Fjallar um stríðsglæpi, sem framdir voru á Gaza-svæðinu í janúar. Goldstein er dómari af gyðingaættum í Suður-Afríku. Skýrslan kemst að þeirri niðurstöðu, að stríðsglæpir hafi verið framdir. Nokkrir af hálfu Hamas, en allur þorri af hálfu Ísraels. Merkileg var atkvæðagreiðslan, sem viðurkenndi skýrsluna. Fjarstödd voru Frakkland og Bretland og þrjú önnur ríki! Hjá sátu Belgía, Japan og Noregur og átta önnur ríki. Á móti birtingu voru sex ríki, Ítalía, Holland, Ungverjaland, Slóvakía, Úkraína og svo auðvitað Bandaríkin.