Undarlegar tölur

Punktar

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup í janúar hafa Vinstri græn mokað til sín fylgi frá Viðreisn. Vinstri græn hafa hækkað frá kosningunum um 7 prósentustig og Viðreisn glatað 5 prósentustigum á móti. Þetta er eina marktæka fylgisbreytingin á þessum tíma. Ég hef enga skýringu á, hvers vegna fylgi rambar frá Viðreisn til Vinstri grænna. Þar getur verið um þrepahlaup að ræða. Enn síður get ég skýrt, hvernig Sjálfstæðisflokkur, sem er siðferðilega með buxurnar á hælunum, heldur kjörfylgi sínu nokkurn veginn. 28% kjósenda eru beinlínis sátt við bófa, sem sat á tveimur skýrslum fram yfir kosningar. Og sátt við flokk, sem hefur haft þúsund milljarða af þjóðinni.