Við höfum lengi vitað, að Flokkurinn og Framsókn eru andvíg frumvarpinu að stjórnarskrá. Fara ekkert í felur með afstöðuna. Samfylkingin þykist hins vegar styðja frumvarpið, en berst gegn því að tjaldabaki. Stefna hennar er að salta málið án atkvæðagreiðslu til að fela svik þingmanna. Þess vegna er lögum um alþingi ekki beitt gegn málþófi. Sama er að segja um Vinstri græna, þótt þar séu svikin við þjóðaratkvæðið ekki eins megn. Ekki tekst að smala saman níu þingmönnum til að styðja þjóðaratkvæðið með því að leggja fram dagskrártillögu. Fimmflokkurinn mun hindra atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.