Hjörleifur Stefánsson arkitekt bendir í Kjarnanum á, að lög um aðalskipulag heimili skipulagsyfirvöldum að víkja frá deiliskipulagi. Aðalskipulag er æðra deiliskipulagi. Falla má frá mistökum deiliskipulags án skaðabótaskyldu. Þetta virðist Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs, ekki skilja. Í málgagni Samfylkingarinnar grætur hann getuleysi sitt til að verjast skaðabótakröfum verktaka og braskara. Hið rétta er, að aldrei hefur verið borgarskipulagsráð, sem er eins eindregið undir hæl verktaka og braskara. Svo sem að troða turnum í gömul hverfi. Eðlilegt er því að saka ráðið um spillingu og undirlægjuhátt.