Undir ózongati

Punktar

Gatið í ózonlaginu yfir suðurskautslandinu hefur nú stækkað inn yfir Chile. Gerðar hafa verið ýmsar ráðstafanir í 125.000 manna bænum Punta Arenas, sem er fyrsti þéttbýlisstaður heims undir ózongati. Fólk fer út með síðar ermar, sólgleraugu og öflug sólkrem. Viðvörunarljós hafa verið sett upp í skólum og stórmörkuðum. Vísindamenn hafa áhyggjur af miklum vexti húðkrabbameins í Chile. Melanoma tvöfaldaðist í Santiago árin 1992-1998. Frá 1985 hefur ózongatið yfir suðurskautalandinu tvöfaldazt að flatarmáli. Búizt er við, að gatið mundi halda áfram að stækka næstu áratugi. Frá þessu segir Larry Rohter í New York Times í morgun.