Undiralda á leiðinni

Punktar

Undiralda ungra, sem alast upp í leikskólum og skólum er einkar nútímaleg. Unga fólkið er víðsýnt, lítur á mismunandi hópa sem jafninga, telur fólk eiga að vera gott við hvert annað, styður menntun og heilsu. Allur þorrinn hugsar félagslega að norrænum hætti. Hafnar rasisma, stéttaskiptingu, auðhyggju og græðgi. Efast um trúarjátningar eins og kristni, sósíalisma og kapítalisma. Hægri og vinstri þjóðremba á þarna lítið fylgi, sömuleiðis hægri og vinstri sértrú af ýmsu tagi. Fylgi slíka flokka verður lítið og minnka mun fylgi flokka, sem eru markaðir af fjórflokknum, til dæmis fylgjandi kvótagreifum og andvígir nýrri stjórnarskrá.