Undirballans

Punktar

Heimsveldi fyrri alda hrundu, þegar herkostnaður varð hærri en tekjur af herfanginu. Róm blómstraði, meðan það sigraði Hellas og Egyptaland, en hrundi, þegar ekkert var að hafa af fátækum villimönnum. Sumir stjórnmálaskýrendur segja, að nú sé sama uppi á teningnum. Hernaðarævintýri Bandaríkjanna í þriðja heiminum eru orðin margfalt dýrari en hugsanlegur ávinningur í aðgangi að olíu. Bandaríkin halda uppi dátum og dóti um allan heim, borga eftirlaun og örorku, fitla við að endurreisa sprengdar borgir, en geta ekki stolið mikilli olíu upp í kostnaðinn. Á þessu er hrikalegur undirballans.