Undirbúin himnaríkisvist

Punktar

Þegar ég dey, ef ég dey, verður gaman að lifa. Vegna góðs lífernis mun ég vafalaust hafna í himnaríki. Þar er fullt af þriggja stjörnu veitingahúsum af alls konar tegundum. Í þau fara kvöldin. Hádegið fer í reiðtúra með íslenzkum gæðingum, sem ég þekki suma hverja. Eini gallinn við himnaríki er, að þar er lítið af spekingum. Samkvæmt Dante Alighieri er skemmtilega fólkið í forgarði helvítis. Þar eru engar þjáningar. Þetta er eins konar kaffihús. Mér finnst nauðsynlegt, að við í himnaríki fáum útivistarleyfi einu sinni á dag. Til að fá okkur espresso á kaffibar í forgarði helvítis.