Hvorki ríkið né Rauði krossinn undirbúa það brýnasta við móttöku flóttamanna. Þeir eru ekki fræddir um vestræn gildi, sem móta líf fólks á Vesturlöndum. Eru ekki fræddir um, að sharia sé hér ógilt. Eru ekki fræddir um, að í veraldlegu þjóðfélagi tíðkist að gera grín að guðdóminum, hver sem hann er. Eru ekki fræddir um jafnstöðu karla og kvenna, né að karla skorti ægivald yfir konum sínum og dætrum. Ekkert er gert til að hindra, að konur lokist mállausar inni á heimilum og innprenti sonum brenglaðar miðaldir. Reynsla annarra ríkja bendir til, að slík atriði valdi skertri aðlögun margra múslima kynslóð eftir kynslóð.