Eftir langar yfirheyrslur fyrir Landsdómi situr eftir beizk tilfinning um þjóðfélag undirmálsfólks. Nánast öll yfirstétt landsins á valdatíma Geirs H. Haarde var skipuð óhæfum vesalingum. Þar á ég við ríkisstjórnina og hirð hennar, ráðuneytisstjórana og hirð þeirra, seðlabankastjórann og hirð hans, forstjóra fjármálaeftirlitsins og hirð hans. Þetta ömurlega gengi sá hrunið koma. Með löngum fyrirvara, sumir með þriggja ára fyrirvara. Samt sátu allir stjarfir með hendur í vösum. Gerðu ekkert til að lágmarka tjónið. Vissulega var þetta ömurlegt gengi andverðleikanna. Undirmálsfólk á öllum póstum.