Undirmálsfólkið

Punktar

Íslendingar eru of fáir til að manna ríkið skynsamlega. Hæfileikar dragast að listum og vísindum, en undirmálsfólkið flykkist í pólitíkina. Fjölmiðlar veita pólitíkinni lítið vestrænt aðhald. Menn komast upp með lygi og fals og einkum heimsku, því að ekki er strax híað á blaðrið. Undirmálsfólkið telur sig geta komið fram og talað í kross. Skýrt dæmi er forsætisráðherra. Þannig kemst fólk upp með að vera óhæft til valda. Bandalag óhæfra pólitíkusa og óhæfra kjósenda er um andverðleika. Hæfu fólki er haldið í skefjum. Valdafólk forðast gagnlegar ákvarðanir, því að þær þrengja svigrúm andverðleikanna. Ísland er ónýtt ríki.