Undirmálsmenn

Punktar

Brezka konungsfjölskyldan er kennslubók um, að erfðafesta úreldist í stétt þjóðhöfðingja. Þar hafa í hálfa öld geisað undirmálsmenn, fyrst hertoginn af Edinborg með fúla brandara um þriðja heiminn. Síðan kom sonur hans, prinsinn af Wales, sem er svo ruglaður, að hann sendir undarlegar leiðbeiningar til ritstjóra brezkra dagblaða. Loks er þriðja kynslóð tossa komin í gang í fjölskyldunni með greindarskertum prins, sem stundar ljúfa lífið án þess að skilja neitt í þjóðfélaginu og án þess að skilja, að þjóðin er að borga þessu pakki kaup fyrir að vera öðrum fyrirmynd. Þessari ætt verður sparkað.