Undirmálsmenn

Punktar

Halldór Ásgrímsson þótti öflugur á Íslandi, en floppaði sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Einangraðist á fínum kontór, starfsmennirnir tóku völdin og tengdu framhjá. Öðruvísi var ekki hægt að reka kontórinn. Erlendis þurfa menn nefnilega að hafa eitthvað til brunns að bera til að fá ábyrgð. Hér velja kjósendur hins vegar vitleysinga til ábyrgðar. Halldór var bara pólitísk Framsókn frá Íslandi, sem átti lítið erindi í alvörustarf í útlandinu. Vandi Íslands er, að hér skortir pólitíska hæfni til að manna sómasamlega ábyrgðarstöður samfélagsins. Samanber núverandi ríkisstjórn.