Handfæraveiðar voru undirstaða mannlífs í sjávarplássum um allt land. Eru ekki stórtækar, því fiskurinn er veiddur á færi, en ekki í net eða vörpu. Vekja þarf handfæraveiðar aftur til lífs með því að leyfa þær. Svo að auðhringir hætti að geta rústað hverju plássinu á fætur öðru með fækkun vinnslustöðva. Setja má auðlindarentu á slíkar veiðar með uppboði handfæraheimilda og setja allan fisk á uppboðsmarkað. Handfæraveiðar eru öðrum þræði lífsstíll, sem gerir ekki kröfu til skjótfengins gróða. Henta vel fullorðum sjómönnum og grónum sjávarplássum. Lífið er meira en excel og jakkaföt og þvættingur um „hagvöxt“ og „framleiðni“.