Undirverð og yfirverð

Punktar

Dæmið er einfalt. Við fáum 22 mills á kílóvattstundina fyrir álframleiðslu og 40 mills fyrir gagnaver. Til samanburðar fær garðyrkja kílóvattstundina á 30 mills, sem er mjög lágt verð. Ekkert vit er að reisa fleiri álver út á takmarkaða virkjunarkosti, ef nóg fæst byggt af gagnaverum. Skynsamlegt er að flytja okkur úr þungmálmaiðnaði 20. aldar yfir í samgöngutækni 21. aldar. Við höfum hingað til selt orku til álvera á undirverði, sem þekkist hvergi annars staðar í Evrópu. Tími er kominn til að tvöfalda verðið fyrir orkuna. Ekki veitir okkur af gjaldeyrinum, þegar við reynum að rísa úr hruninu.