Unga fólkið vill flýja

Punktar

Mér kemur ekki á óvart, að bófaflokkar stjórnmálanna hreki ungt fólk úr landi. Hér er markvisst unnið að þrælahaldi almennings, húsnæðisskorti og flutningi verðmæta úr auðlindunum til ýmiss konar auðgreifa. Enda sýnir ný rannsókn, að helmingur nemenda í 10. bekk vill heldur búa í útlöndum. Hófst hrunárið 2007 og hefur magnazt síðan á hverju ári. Unglingarnir búast samt ekki allir við að geta uppfyllt þennan draum og reikna með að flytjast til höfuðborgarsvæðisins. Tölur Háskólans á Akureyri sýna, að ungt fólk hefur alls enga trú á innantómri þjóðrembu pólitískra bófa. Það vonast til að geta blómstrað í sælunni erlendis.

(Rannsóknin)