Tölur Hagstofunnar um lítinn landflótta Íslendinga fást með því að setja árin 2012-2013 í pott með árunum 2014-2015. Samanlagt er tímabilið í lagi. Flóttinn var lítill fyrri hlutann, mikill seinni hlutann. Allan tímann var uppgangstími. Við þær aðstæður var brottflutningur jafnan lítill áður fyrr. En árin 2014-2015 eru fyrsta tímabil landflótta á uppgangstíma. Þetta kemur einkum sterkt fram í miklum flótta fólks á aldrinum 20-35 ára. Það flýr land, þótt atvinna sé næg. Það flýr, því að kaupið er of lágt. Hálf þjóðin lifir við kaup, sem nægir ekki til framfærslu og húsnæðis. Og það er afrek ríkisstjórnar græðgisgreifanna.