Ungir kunna að gúgla

Punktar

Gef Jóni Einarssyni orðið: „Ísland, Ísland über alles, segja hinir þjóðrembdu, gefa auðlindarentuna til útvalinna, endurdreifa auði þar sem hinir ríku fá mest og þeir sem mest þurfa á að halda ekkert, þannig er þeirra réttlæti. Afleggja heimsins óréttlæti s.s. auðlegðaskatt sem lagðir eru á hreina eign yfir 120 m.kr. Herra Guð, hvílíkt óréttlæti. Svo er guðlast að gagnrýna elsku bestustu krónuna, sem dreifir auði frá efnaminni til efnameiri, krónuna sem við þurfum að greiða 6-12% af í vexti af húsnæðislánum, meðan hin ónýta evra er lánuð á 1-4% vöxtum í löndunum í kringum okkur. Unga fólkið er ekki fábjánar, það kann að gúgla.“