Ungverski fasisminn

Punktar

Ungverjaland sker sig úr í eindregnum fasisma. Tryllt hegðun lögreglumanna á landamærum Serbíu er svo yfirgengileg, að Ban Ki-moon er í áfalli, sjálfur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins, hefur keyrt stíft á þjóðrembu og aflað flokki sínum meirihlutafylgis Ungverja. Allt er þetta Ungverjum til mikillar hneisu. Leiðir til hugleiðinga um, hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti inntöku landsins. Kjósendur ákváðu sjálfir, að Ungverjaland sé mest og bezt. Að Orbán sé frábærastur og að sparka beri sem fastast í aumingjana. Þeir fagna núna ofbeldinu á landamærum ríkisins.