Valdatafl Pútíns Rússakeisara mun takast. Vesturlönd eru ekki í stakk búin til að tefla þá skák. Fyrir því er ekki pólitískur vilji. Geta hótað refsiaðgerðum, sem koma að engu gagni. Hótanir um að senda nokkur þúsund hermenn til Austur-Evrópu minna á Rússlandsævintýri Napóleons. Fyrir hvert þúsund hefur Pútín tíuþúsund. Stjórnin í Kiev hefur ekki heldur neinn herstyrk eða baráttuvilja hermanna til að verjast. Pútín getur valtað yfir landið á tveimur vikum. Við blasir, að hann fær væna sneið af austurhluta landsins, þar sem flestir mæla á rússnesku. Vesturlönd eru dæmd til að leika óvirðulegt hlutverk Chamberlains.