Upp í kok af stóriðju

Punktar

Íslendingar eiga að hætta að gefa stóriðju hafnir og göng í kaupbæti ofan á tombóluverð á rafmagni. Ekki reisa fleiri virkjanir fyrir lánsfé, þurfum ekki fleiri. Betra er að reisa glæsihöll yfir náttúruminjasafn og aðra glæsihöll yfir handritasafn. Ferðaþjónusta er orðinn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og veitir henni langmesta atvinnuöryggið. Fjárfestingar ríkisvaldsins eiga að taka mið af því. Burt með þessa freku karla, sem halda að skurðgröfur og jarðýtur og rafmöstur séu æðsta lífsform landsins. Við höfum fengið upp í kok af úreltri stóriðjuást. Við eigum að leggja áherzlu á að taka rentu af auðlindum okkar.