Skrítið, að ný útgáfa fyrirvaranna skuli ekki hafa lekið. Væri hættulaust, nóg að senda hana á WikiLeaks. Það er útlendur fjölmiðill, sem lýsir frati á íslenzkar fréttalöggur. Þjóðin þarf auðvitað að fá að lesa fyrirvarana. Núna strax. Enn skrítnara er, að margir hafa þegar tjáð sig um, að fyrirvararnir séu frábærir eða gagnslausir. Þeir virðast ekki þurfa að vita af sjálfum gögnunum. Kannski vilja þeir ekki deila þeim með okkur hinum. Ísland er eins og Sovétríkin í gamla daga. Við hlustum á slúðrið, því að staðreyndirnar eru bannaðar okkur þegnunum. Við búum við lokað kerfi, íslenzka sovjetið 2009.