Þegar heiðarlegt fólk með viti kemst loks til valda hér á landi, verður skipt um sjávarútvegsstefnu. Auðlindarenta verður ákveðin í frjálsum uppboðum á opnum markaði. Uppboðin verða framkvæmd þannig, að þau hindri samráð bófa um tilboð. Þannig þarf ekki að rífast um, hver auðlindarentan eigi að vera. Handfærabátar verða undanþegnir kvóta, en háðir sömu auðlindarentu og aðrir, enda fer allur afli á opinn uppboðsmarkað. Undanþágan frá kvóta hamlar gegn núverandi auðn í litlum sjávarplássum. Allar upplýsingar frá vigtun og markaði verða opinberar. Með þessum breytingum verður þjóðinni tryggð eðlileg auðlindarenta eigandans.