Yfirmenn löggunnar í Reykjavík viðurkenna óbeint, að þeir þori ekki að taka á ofbeldinu. Þeir vilja ekki einu sinni fá fleiri löggur af ótta við, að þær verði barðar í götuna og sparkað í þær. Í staðinn stinga yfirmenn löggunnar höfðinu í sandinn, veifa marklausri skýrslu um, að ástandið sé bara fínt. Þeir segja ofbeldismenn vera fyllirafta, sem þurfi að sofa úr sér. Þar með tekur löggan afstöðu með þeim, vill sýna þeim skilning, vill afsaka þá með “þeir voru bara fullir, greyin”. Meðan löggan neitar að vinna, leita 4-5 manns á dag að meðaltali til bráðamóttöku vegna áverka af völdum ofbeldis.