Uppgjör trúarbragða

Punktar

Kristin trú er eina heimstrúin á undanhaldi, þótt hún sé fjölmennust. Hindúismi og búddatrú standa í stað. Eina heimstrúin í sókn er íslam. Múslimar eru orðnir fleiri en einn milljarður manna. Með sama áframhaldi verða múslimar orðnir fleiri en kristnir í heiminum eftir tvo áratugi. Íslam hefur jafnframt orðið róttækari trú í harðari andstöðu við vestræn gildi. Þar með er að aukast horfur á uppgjöri trúarbragðanna eins og Samuel Huntington spáði árið 1993. Nánast öll átakasvæði eru á jaðri íslams og múslimar eru núna aðilar að flestum átökum í heiminum.