Geir Haarde bað Flokkinn afsökunar, ekki þjóðina. Þorgerður Katrín bað Flokkinn afsökunar, ekki þjóðina. Þetta sameinar sjálfstæðisfólk. Fyrst kem Ég og svo kemur Flokkurinn, en aldrei kemur að þjóðinni. Á fundi flokksins í gær var lýst trausti á Bjarna Benediktssyni. Eðlilegt framhald af menúett þingmanna, sem hafi stigið skref “til hliðar”. Alls enginn hættir. Ekki er í augsýn neitt uppgjör Flokksins við fortíð sína. Fylgisfólk er visst um, að hann sé hæfastur til að laga það, sem hann hefur brennt. Sú skoðun ríkir víðar á valdastólum. Bankastjórar telja bófa hæfasta til að reka fyrirtæki.