Upphaf vandræða Georgíu

Punktar

Vandræði Georgíu hófust 4. apríl í vor á fundi Nató í Búkarest. Þar var lýst yfir, að Georgía og Úkraína mundu gerast aðilar að bandalaginu. Síðan gerðist eitthvað í samtölum ráðamanna Georgíu og Bandaríkjanna. Sakasvili forseti taldi, að hann hefði stuðning Bandaríkjanna og að Nató mundi koma sér til hjálpar. Hann reyndi að ná völdum í Suður-Ossetíu og Abkasíu. Í því samhengi réðst her Georgíu á stöðvar friðargæzluliða Rússlands. Pútín hafði lengi beðið eftir þessu færi. Restina þekkjum við. Þjóðahreinsun á þessum svæðum hefur hrakið Georgíumenn burt. Þangað eiga þeir ekki afturkvæmt.