Uppi á stól

Punktar

Fólk er sí og æ að kvarta yfir óviðkunnanlegum atriðum á internetinu. Það er eins og kerlingin, sem kvartaði yfir dónaskap nágranna í næsta húsi, sem hún sá, ef hún stóð uppi á stól. Hvað er fólk að vafra á netinu í leit að dónaskap til að kvarta um? Ekki vafrar fólk um Harlem að næturlagi eða kringum þinghúsið í Nairobi eða aðra hættulega staði í heiminum. Af hverju ætti það þá að vafra um á netinu eins og það sé í betri stofunni heima hjá sér. Menn þurfa að kunna að gá að sér hvar sem er, á netinu sem annars staðar. Og ekki kenna öðrum um. Hver er sinnar gæfu smiður.